Kviknaði í flugstöðinni í Alicante

AFP

Flugvöllurinn í Alicante á Spáni hefur verið rýmdur og öllu flugi um hann aflýst í kjölfar þess að eldur kom upp í þaki flugstöðvarbyggingarinnar.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Manchester Evening News að um mikinn eld hafi verið að ræða og flugvélum hafi verið beint annað.

AFP

Tekist hefur að slökkva eldinn segir á fréttavef breska blaðsins Liverpool Echo en hann mun hafa logað í rúman hálftíma.

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í flugstöðinni en ekki hafa borist fréttir af meiðslum á fólki. Búist er við að miklar seinkanir verði á flugi vegna eldsins.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert