Seinka þurfti nokkrum flugferðum

Farþegar bíða fyrir utan flugstöðina.
Farþegar bíða fyrir utan flugstöðina. AFP

Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kom upp í flugstöðvarbyggingu flugvallarins í Alicante á Spáni í dag að því er segir í frétt AFP.

Eldurinn logaði í rúman hálftíma eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag og var flugstöðin rýmd og fjórum flugvélum gert að lenda á öðrum flugvöllum.

Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að reykræsta flugstöðina til þess að starfsemin geti hafist með eðlilegum hætti á ný.

Engin slys urðu á fólki vegna eldsins. Seinka þurfti nokkrum flugferðum vegna hans. Ekki liggur fyrir hver eldsupptök voru samkvæmt fréttinni.

Flugvöllurinn er fimmti stærsti flugvöllur Spánar með tilliti til umferðar um hann en um 14 milljónir farþega fóru um hann á síðasta ári. Þar á meðal fjölmargir Íslendingar.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert