Ástralar fagna rigningunni

Rigningin hefur sums staðar létt undir slökkvistörfum þó að ljóst …
Rigningin hefur sums staðar létt undir slökkvistörfum þó að ljóst sé að mun meira regn þurfi til þess að slökkva alveg í eldunum. AFP

Ástralar fagna regni sem nú fellur víða í suðausturhluta landsins þar sem skógareldarnir eru hvað verstir.

Rigningin hefur sums staðar létt undir slökkvistörfum þó að ljóst sé að mun meira regn þurfi til þess að slökkva alveg í eldunum. Þá rignir alls ekki alls staðar þar sem skógareldarnir loga.

Þá hefur óveður einnig hjálpað til við hreinsun loftsins í Melbourne þar sem loftgæði hafa verið hættuleg heilsu íbúa undanfarið.

mbl.is