Braut gegn stúlkum á einkaeyju sinni

Mótmælahópur heldur á skiltum með mynd af Epstein fyrir framan …
Mótmælahópur heldur á skiltum með mynd af Epstein fyrir framan dómshús í New York í fyrrasumar. AFP

Jeffrey Epstein er sakaður um að hafa flutt stúlkur allt niður í 12 ára til einkaeyjar sinnar í Karíbahafi allt frá árinu 2001. Þetta kemur fram í máli stjórnar Bandarísku-Jómfrúreyja gegn búi kaupsýslumannsins.

Epstein fyrirfór sér í hámarksöryggisfangelsi í New York á síðasta ári þar sem hann beið réttarhalda vegna kynferðisbrota, nauðgana og mansals.

Í nýjasta málinu sem höfðað hefur verið gegn honum er hann sakaður um að hafa flutt stúlkur, 12 til 17 ára gamlar, til einkaeyjar sinnar, ýmist á báti, með þyrlu eða flugvél, og haldið þeim þar nauðugum. 

Er hann jafnframt sagður hafa skráð hjá sér hugsanleg fórnarlömb og haldið úti eins konar mansalspýramída þar sem fórnarlömb hans voru neydd til að afla Epstein fleiri stúlkna til að brjóta á.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert