Trump „vissi nákvæmlega hvað var í gangi“

Giuliani og Trump á góðri stundu.
Giuliani og Trump á góðri stundu. AFP

Aðstoðarmaður Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump, segir forsetann hafa vitað „nákvæmlega hvað var í gangi“ varðandi þrýsting á úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka fyrrverandi varaforsetann Joe Biden og son hans.

Þá segir hann að Giuliani hafi aldrei verið að rannsaka meinta spillingu þeirra feðga, heldur hafi ætlunin fyrst og fremst verið að valda hugsanlegum andstæðingi Trump skaða.

Þessi ummæli lét Lev Parnas, náinn samstarfsaðili Giuliani, falla í viðtali við MSNBC. 

Trump neitar ásökununum, en ákæra fulltrúaþings Bandaríkjanna á hendur Trump til embættismissis, sem afhent var öldungadeildinni í gær, snýr einmitt að meintri misnotkun Trump á valdi sínu til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka orkufyrirtæki þar sem sonur Biden sat í stjórn.

Frétt BBC

mbl.is