Æðstiklerkurinn kemur hernum til varnar

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, kallaði eftir þjóðarsamstöðu og sagði …
Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, kallaði eftir þjóðarsamstöðu og sagði „óvini Írans“, það er Bandaríkin og bandamenn þeirra, hafa nýtt sér flugslysið til að varpa skugga á morðið á hershöfðingjanum Qasem Soleimani. AFP

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans, kemur þjóðvarnarliði Írans til varnar, sem ber ábyrgð á að granda farþegaþotu fyr­ir mis­tök með þeim af­leiðing­um að all­ir um borð fór­ust.

Mót­mæli hafa verið hald­in síðustu daga í höfuðborg­inni Teher­an eft­ir að her­inn viður­kenndi að Boeing 737-þotan hefði verið skot­in niður í síðustu viku. 

Khameini óskaði eftir stuðningi íbúa þegar hann leiddi bænastund í borginni í dag, í fyrsta skipti í átta ár. Fólk flykktist á götur borgarinnar til að hlýða á æðstaklerkinn en síðast leiddi hann bæna­stund í mosk­unni Mosalla í fe­brú­ar árið 2012 þegar 33 ár voru liðin síðan klerka­stjórn­in tók völd­in í Íran í ís­lömsku bylt­ing­unni. 

Khameini óskaði eftir stuðningi íbúa þegar hann leiddi bænastund í …
Khameini óskaði eftir stuðningi íbúa þegar hann leiddi bænastund í borginni í dag, í fyrsta skipti í átta ár. AFP

Khamenei kallaði eftir þjóðarsamstöðu og sagði „óvini Írans,“ það er Bandaríkin og bandamenn þeirra, hafa nýtt sér flugslysið til að varpa skugga á morðið á hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 

„Óvinir okkar voru ánægðir með flugslysið og það hryggði okkur,“ sagði Khameini.


Frétt BBC

mbl.is