Átta létust í eldsvoða á sambýli fyrir geðfatlaða

Eldur kom upp í nótt á sambýli fyrir geðfatlaða í …
Eldur kom upp í nótt á sambýli fyrir geðfatlaða í bænum Vejprty í Tékklandi við landamæri Þýskalands, um 100 kílómetra norðvestur af Prag. Kort/Google

Að minnsta kosti átta létust þegar eldur kom upp á sambýli fyrir geðfatlaða í bænum Vejprty í Tékklandi við landamæri Þýskalands, um 100 kílómetra norðvestur af Prag. 

Þrjátíu til viðbótar slösuðust í eldsvoðanum, þar af einn alvarlega, að sögn Prokop Volenik, talsmanns björgunaraðila á svæðinu. Tékkneskir og þýskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sinntu slökkvi- og björgunarstarfi en upptök eldsins eru ókunn. Fyrsta tilkynning um eldinn barst klukkan 4:49 að staðartíma í nótt. 

Eldsvoðinn er sá mannskæðasti í Tékklandi í þrjá áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert