„Við höfum ekki gleymt honum“

Mótmælendur í Istanbúl í Tyrklandi í dag.
Mótmælendur í Istanbúl í Tyrklandi í dag. AFP

Fjöldi mótmælenda kom saman fyrir utan þar sem skrifstofa dagblaðsins Agos var staðsett í Istanbúl í dag þar sem blaðamaðurinn Hrant Dink, af tyrkneskum og armenskum ættum, var myrtur fyrir þrettán árum.

Dink átti sér hat­urs­menn í röðum þjóðern­is­sinna vegna skrifa um meint þjóðarmorð Tyrkja á Armen­um 1915 til 1918. Sautján ára piltur skaut hann til bana. Morðið vakti mikinn óhug en síðar kom í ljós að öryggissveitir vissu af áætlunum um að myrða Dink en gerðu ekkert til að koma í veg fyrir morðið.

Pilt­ur­inn játaði á sig morðið en ekki þykir lík­legt að hann hafi sjálf­ur skipu­lagt það.

Stór mynd af Hrant Dink á íbúðarhúsi í Istanbúl.
Stór mynd af Hrant Dink á íbúðarhúsi í Istanbúl. AFP

„Við krefjumst réttlætis fyrir Hrant,“ hrópuðu mótmælendur í dag. „Við höfum ekki gleymt honum og munum ekki láta málið falla í gleymsku.“

Einn mótmælenda greindi frá því að morðið væri enn ráðgáta þrettán árum eftir að það var framið.

Dink var vel þekkt­ur blaðamaður í Tyrklandi og naut virðing­ar fyr­ir störf sín. Hann var elskaður jafnt sem hataður fyr­ir skrif um þjóðarmorð á Armen­um í fyrri heims­styrj­öld­inni. And­stæðing­ar hans sökuðu hann um landráð en sjálf­ur sagðist Dink vera tyrk­nesk­ur rík­is­borg­ari, sem myndi aldrei vinna heimalandi sínu ógagn.

mbl.is