Aukið fé til sænskra sveitarstjórna

Magdalena Andersson fjármálaráðherra Svíþjóðar sést hér með bandaríska hagfræðingnum og …
Magdalena Andersson fjármálaráðherra Svíþjóðar sést hér með bandaríska hagfræðingnum og Nóbelsverðlaunahafanum Abhijit Banerjee. AFP

Sænska ríkisstjórnin ætlar að auka framlög til sveitarstjórna um fimm milljarða sænskra króna, sem svarar til 65 milljarða íslenskra króna. Þess fyrir utan verður framlag til dómskerfisins aukið um 750 milljónir sænskra króna.

Þetta var kynnt á blaðamannafundi fjögurra flokka í morgun en um samstarfsverkefni er að ræða milli fleiri flokka en þeirra sem mynda ríkisstjórnina. Stjórnarandstaðan hafði þrýst mjög á aukið fjármagn til velferðarmála.

Magdalena Andersson fjármálaráðherra segir að mikil þörf hafi verið á aukafjármagni til velferðarmála hjá sveitarstjórnarstiginu. Jafnframt fær fangelsismálastofnun aukið fjármagn, samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert