„Ekkert annað í boði“

Hertoginn af Sussex segir að það hafi í raun ekkert annað verið í boði en að afsala sér konunglegum skyldum og titlum. 

Harry prins sagði við athöfn í gærkvöldi að hann og Meghan hafi vonast til þess að þau gætu þjónað drottningunni áfram án þess að fá fé úr opinberum sjóðum en því miður hafi það ekki verið mögulegt. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega síðan hjónin greindu frá því að þau vildu breyta til. 

View this post on Instagram

at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyal

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST

Harry segir að það yrði að vera öllum ljóst að hann og Meghan væru ekki að láta sig hverfa. „Bretland er heimili mitt og staður sem ég elska og það mun aldrei breytast,“ sagði hann í ræðu sem hann flutti á fjáröflunarviðburði Sentebale í London í gærkvöldi.  

Harry tók þátt í stofnun samtakanna Sentebale á sínum tíma en þau hafa það að markmiði að aðstoða börn í suðurhluta Afríku með HIV. Hann byrjaði ræðu sína á því að segja: „Ég get aðeins ímyndað mér hvað þið hafi heyrt og jafnvel lesið undanfarnar vikur.“ 

„Þannig að ég vil að þið heyrið sannleikann frá mér eins mikið og ég get deilt með ykkur, ekki sem prins eða hertogi heldur sem Harry.“

Í ræðu sinni talaði Harry einnig um að hann muni alltaf bera mesta virðingu fyrir ömmu sinni af öllum. Við vonuðumst til þess að geta þjónað drottningunni, heimsveldinu og hernum áfram án þess að fá fyrir það greitt en því miður hafi það ekki verið mögulegt sagði Harry enn fremur. 

„Ég hef samþykkt þetta vitandi að þetta breytir því ekki hver ég er né heldur þeim skyldum sem ég hef,“ sagði Harry enn fremur samkvæmt frétt BBC.

 

 

Harry prins.
Harry prins. AFP
mbl.is