Gerir allt sem í hans valdi stendur

Isabel dos Santos á sýningu í Porto í Portúgal árið …
Isabel dos Santos á sýningu í Porto í Portúgal árið 2015. AFP

Ríkissaksóknari Angóla hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að flytja aftur til landsins Isabel dos Santos, dóttur fyrrverandi forseta landsins, sem er sökuð um að hafa arðrænt landið með því að draga sér milljónir dollara af almannafé.

„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur og notfæra okkur alþjóðleg sambönd til að flytja Isabel dos Santos aftur til landsins,“ sagði Helder Pitra Gros, ríkissaksóknari Angóla.

Dos Santos yfirgaf Lúanda, höfuðborg Angóla, eftir að eftirmaður föður hennar tók við völdum árið 2017. Síðan þá hefur hún verið búsett í Lissabon og London.

Yf­ir­völd í Angóla hafa mál henn­ar til rann­sókn­ar vegna spill­ing­ar og hafa eign­ir henn­ar þar í landi verið fryst­ar.

Jose Eduardo Dos Santos (til hægri), fyrrverandi forseti Angóla.
Jose Eduardo Dos Santos (til hægri), fyrrverandi forseti Angóla. AFP
mbl.is