Neyðarástand í undanfara skotvopnagöngu

Lögregla undirbýr komu tuga þúsunda í kröfugöngu stuðningsmanna frjálslyndrar skotvopnalöggjafar.
Lögregla undirbýr komu tuga þúsunda í kröfugöngu stuðningsmanna frjálslyndrar skotvopnalöggjafar. AFP

Ríkisstjóri í Virginíu hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni Richmond vegna eins konar kröfugöngu sem þar fer fram í dag, en um er að ræða göngu stuðningsmanna frjálslyndrar skotvopnalöggjafar.

Í umfjöllun BBC um málið segir að gangan sé raunar árlegur viðburður á þessum degi, sem kallast upp á enska tungu Lobby Day, en yfirvöld hafa sérstakar áhyggjur af göngunni í þetta sinn vegna nýrra ákvæða í skotvopnalöggjöf Virginíu sem tóku gildi nú í janúar og hafa valdið talsverðri óánægju.

Vegna yfirlýsts neyðarástands í borginni eru öll skotvopn bönnuð í miðborg Richmond þar sem kröfugangan fer fram. Skipuleggendur göngunnar gera ráð fyrir því að í hana mæti allt að 50 þúsund manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert