Svín látið stökkva teygjustökk

Dýraníð er ekki refsivert í Kína.
Dýraníð er ekki refsivert í Kína. AFP

Kínverskur skemmtigarður hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar umdeilds atriðis sem þar var sett á svið, en þar var svín látið stökkva teygjustökk úr 68 metra háum turni.

Myndskeið af atvikinu sýnir hvernig svínið, sem var íklætt eins konar skikkju, var borið upp turninn af tveimur mönnum, bundið við stöng og því svo hrint fram af 68 metra háum turninum. 

Atriðið var framið í tilefni opnunar nýjustu afþreyingarinnar í Meixin Red Wine Town-skemmtigarðinum í borginni Chongqing, teygjustökks.

Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var svínið sent í sláturhús að sýningu lokinni.

Dýraníð er ekki refsivert í Kína, en sterk neikvæð viðbrögð Kínverja við atriðinu eru sögð sýna aukinn áhuga þjóðarinnar á dýraréttindum. Skemmtigarðurinn hefur í kjölfarið beðist afsökunar og sagst ætla að bæta sig. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert