Hörð gagnrýni demókrata við upphaf réttarhalda

Mitch McConnell í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag.
Mitch McConnell í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. AFP

Réttarhöldin yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust með látum þegar demókratar sökuðu Mitch McConnell, repúblikana og leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni, um að hvetja til yfirhylmingar með því að leggja til ákveðnar reglur sem fara skuli eftir í réttarhöldunum.

McConnell lagði til nokkrar grundvallarreglur sem myndu hafa hömlur í för með sér fyrir vitni og sönnunargögn á fyrstu stigum. Hann lagði til að réttarhöldin stæðu stutt yfir og bætti við að hann myndi koma í veg fyrir allar tilraunir demókrata til að breyta reglunum hans.

Hann sagði reglurnar vera sanngjarnar fyrir alla málsaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert