Almenningssamgöngur stöðvaðar í Wuhan

Hankou-lestarstöðin í Wuhan fyrr í dag.
Hankou-lestarstöðin í Wuhan fyrr í dag. AFP

Almenningssamgöngur verða stöðvaðar í kínversku borginni Wuhan vegna nýs lungnasjúkdóms sem hefur orðið sautján manns að bana.

Alls búa um 8,9 milljónir manna í borginni og hafa yfirvöld sagt þeim að nota ekki almenningssamgöngur, að sögn BBC

Frá klukkan 10 í fyrramálið að kínverskum tíma mega íbúar Wuhan ekki ferðast með strætó, neðanjarðarlestum, ferjum og öðrum farartækjum sem ferðast langar vegalengdir. 

Yf­ir­völd í Kína hafa gripið til marg­vís­legra ráða til þess að reyna að koma í veg fyr­ir að sjúk­dóm­ur­inn breiðist frek­ar út en hann er þegar kom­inn til nokk­urra héraða auk annarra landa, svo sem Banda­ríkj­anna, Taí­lands og Suður-Kór­eu. 

Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar víða um heim vegna veirunnar.
Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar víða um heim vegna veirunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert