Kallaði Weinstein nauðgara

Weinstein á leið í réttarsalinn í dag.
Weinstein á leið í réttarsalinn í dag. AFP

Saksóknari sagði við upphaf málflutnings síns í réttarhöldunum yfir kvikmyndamógúlnum fyrrverandi Harvey Weinstein að hann hefði verið nauðgari.

„Maðurinn sem situr hérna var ekki bara risi í Hollywood heldur var hann nauðgari,“ sagði saksóknarinn Meghan Hast.

Weinstein, sem er 67 ára, neitar öllum fimm ákærunum á hendur sér, þar á meðal fyrir nauðgun og kynferðisárás sem tvær konur hafa sakað hann um.

Verjendur hans sögðu við réttarhöldin að samband hans við konurnar hefði verið með þeirra samþykki og að önnur þeirra hefði kallað hann kærasta.

Sú kona, sem segir Weinstein hafa nauðgað sér á hótelherbergi í New York árið 2013, var í fyrsta sinn nafngreind í réttarsal. Hún heitir Jessica Mann og er leikkona.

AFP
mbl.is