Almenningssamgöngur stöðvaðar í annarri borg

Almenningssamgöngur verða stöðvaðar á miðnætti í kínversku borginni Huanggang vegna lungnasjúkdómsins sem hefur orðið 17 manns að bana í landinu.

Í gær var ákveðið að stöðva almenningssamgöngur í Wuhan, þar sem upptök veirunnar eru. 

Huanggang er næsta borg við Wuhan. Sjö milljónir manna búa í fyrrnefndu borginni en ellefu milljónir í þeirri síðarnefndu

Yfir fimm hundruð tilfelli vegna veirunnar hafa verið staðfest og hafa heilbrigðisyfirvöld hvatt íbúa Wuhan til að forðast margmenni. 

Stöðvun almenningssamgangna kemur á sama tíma og milljónir Kínverja ferðast vítt og breitt um landið til að fagna nýju ári.

Fólk er við öllu búið í Hong Kong vegna veirunnar.
Fólk er við öllu búið í Hong Kong vegna veirunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert