Upptökin í leðurblökum eða snákum?

Nýr lungnasjúkdómur sem breiðist hratt út í Kína gæti átt upptök sín í leðurblökum eða snákum samkvæmt erfðagreiningu á veirunni sem hefur kostað 17 mannslíf.

Tilgáturnar byggja á rannsóknum og benda tvær þeirra til þess að leðurblökur eigi hlut að máli í upphafi. 

Mikill uggur er í íbúum borgarinnar Wuhan eftir að ákveðið var að loka borginni í öryggisskyni. Allar flug- og lestarsamgöngur til og frá borginni hafa verið stöðvaðar tímabundið og hið sama á við um rútuferðir, ferjur og neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Íbúar hafa verið beðnir um að yfirgefa ekki borgina en íbúar hennar eru 11 milljónir talsins. Fólk tekur þessu misvel og tala sumir um að þeim líði eins og heimsendir sé í nánd.

Yfir 500 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest en yfirvöld í Hong Kong tilkynntu í dag um að tvö tilfelli hefðu komið upp þar. 

mbl.is