26 látnir og 830 smitaðir

Yfirvöld í Kína hafa aukið viðbúnað í Hubei-héraði þar sem kórónaveiran er talin eiga upptök sín. 26 eru látnir og staðfest hefur verið að 830 hafi veikst af veirunni.

Að minnsta kosti tíu borgir í Hubei-héraði hafa gripið til þess ráðs að loka fyrir almenningssamgöngur og hefur þetta áhrif á líf 60 milljóna íbúa í borgunum tíu.

Á fimmtudag lést einn sjúklingur úr veirusýkingunni í Hebei-héraði og er hann sá fyrsti sem deyr utan Hubei-héraðs. Síðar sama dag lést einn sjúklingur í Heilongjiang-héraði sem er við landamæri Rússlands og í yfir tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá borginni Wuhan í Hubei-héraði en þar kom veiran fyrst upp. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert