Fjöldi alvarlega veikra nær tvöfaldast

SARS-veiran smitaðist manna á milli með snertingu eða úða eða …
SARS-veiran smitaðist manna á milli með snertingu eða úða eða dropum sem verða til við hósta eða hnerra. AFP

Fjöldi þeirra sem eru alvarlega veikir sökum kórónaveiru hefur nær tvöfaldast frá í gær. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um stöðu mála í dag, 24. janúar, hafa 830 smit verið staðfest og eru þar af 177 alvarlega veikir. 

Fjöldi veikra jókst um 265 frá í gær, en þá var fjöldi þeirra sem voru alvarlega veikir aðeins 95. Staðfest hefur verið að 25 hafi látist af völdum veirunnar.

Samkvæmt skýrslu WHO renna ný gögn enn frekari stoðum undir að veiran smitist á milli manna, en einn þeirra veiku sem greinst hafa í Víetnam hefur aldrei ferðast til Kína. Sá virðist hins vegar hafa smitast af ættingja sem hafði verið í Wuhan og er veikur af kórónaveiru.

SARS-veiran smitaðist manna á milli með snertingu eða úða eða dropum sem verða til við hósta eða hnerra og má leiða líkum að því að nýja kórónaveiran berist með svipuðum hætti.

mbl.is