Fórnarlömbin fjölskylda árásarmannsins

Rannsóknarlögregla á vettvangi árásarinnar.
Rannsóknarlögregla á vettvangi árásarinnar. AFP

Þau sex sem létu lífið í skotárás í bænum Rot am See í Þýskalandi eru fjölskylda árásarmannsins, þeirra á meðal foreldrar hans. 

Árásarmaðurinn er 26 ára gamall, en samkvæmt lögreglu hringdi hann í neyðarlínuna um hádegisbil í dag til þess að tilkynna að hann hefði skotið á fólk á veitingastað. Hann beið lögreglu fyrir utan veitingastaðinn og var handtekinn.

Sex voru látin inni á veitingastaðnum, þrjár konur og þrír karlar, á aldrinum 36 til 69 ára. Tvö önnur úr fjölskyldu mannsins særðust í árásinni, þar af einn alvarlega. Þá mun maðurinn, sem hafði skotvopnaleyfi, einnig hafa hótað tveimur unglingsdrengjum úr fjölskyldu sinni, en þeir sluppu ómeiddir frá árásinni.

Lögregla telur að árásin hafi tengst ósætti í fjölskyldunni.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert