Nýtt sjúkrahús rís á 10 dögum í Wuhan

Til stendur að flýta verkinu eins og unnt er, en …
Til stendur að flýta verkinu eins og unnt er, en þegar jarðvegsvinnu lýkur verður forsmíðuðum byggingum komið fyrir á lóðinni. AFP

Yfirvöld í Kína hafa hafið byggingu nýs sjúkrahúss miðsvæðis í Wuhan til þess að takast á við hraða útbreiðslu kórónaveiru. 

Til stendur að flýta verkinu eins og unnt er, en þegar jarðvegsvinnu lýkur verður forsmíðuðum byggingum komið fyrir á lóðinni. Vonir standa til þess að framkvæmdum ljúki 3. febrúar.

Á nýja sjúkrahúsinu verður hægt að taka á móti þúsund sjúklingum. Fjöldi þeirra sem veikst hafa nálgast þúsund og tugir eru látnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert