„Of mikið vesen“ að bera út póstinn

Einhverjir íbúar Kanagawa hafa væntanlega velt því fyrir sér af …
Einhverjir íbúar Kanagawa hafa væntanlega velt því fyrir sér af hverju þeir fengu engan póst. AFP

Fyrrverandi bréfberi í Japan á yfir höfði sér ákæru eftir að lögregla komst að því að hann staflaði upp öllum póstinum sem átti að bera út. Hann sagði að það væri „of mikið vesen“ að bera póstinn út og bréfin stöfluðust upp heima hjá manninum.

Samkvæmt fjölmiðlum í Japan fundust um 24 þúsund sendingar á heimili hins 61 árs gamla bréfbera. Bréfin voru frá árunum 2003 til 2019.

Maðurinn sagði lögreglu að það væri of mikið vesen að bera út póstinn.

„Ég vildi ekki að samstarfsfélagar mínir héldu að ég gæti minna en yngra fólkið,“ sagði bréfberinn.

Fram kemur í frétt AFP að maðurinn eigi yfir höfði sér sekt eða allt að þriggja ára fangelsisvist vegna málsins.

Japanspóstur rak manninn eftir að málið kom upp seint á síðasta ári og bað viðskiptavini sína afsökunar á því að pósturinn hefði ekki skilað sér sína leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert