Trump í göngu gegn þungunarrofi

Fólk kemur alls staðar að til að taka þátt í …
Fólk kemur alls staðar að til að taka þátt í göngunni gegn þungunarrofi í Washington í dag. AFP

Donald Trump verður í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að taka þátt í árlegri samkomu fólks sem berst gegn þungunarrofi. Á sama tíma og samkoman fer fram verða öldungadeildarþingmenn að ræða ákæru á hendur forsetanum í þinghúsinu þar skammt frá.

Fullvíst þykir að Trump verði tekið sem hetju á fundinum í National Mall í Washington en von er á fleiri hundruð þúsund andstæðingum þungunarrofs á samkomuna March for Life

Áður en Trump hóf afskipti af stjórnmálum lýsti hann sér sjálfum sem stuðningsmanni rétts til fóstureyðina en hann hefur breytt um stefnu og tekið stöðu með þeim sem berjast gegn fóstureyðingum. 

Marjorie Dannenfelser, sem stýrir herferð gegn þungunarrofi, SBA List, segir að þau standi stolt með Trump forseta og þau muni öll tryggja endurkjör hans. 

Samkoman March for Life hefur verið haldin árlega í janúar eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að niðurstöðu í málinu Roe gegn Wade. Hæstiréttur úr­sk­urðaði að kon­ur eigi rétt á að eyða fóstri 22. janúar 1973. 

Í júní árið 1969 upp­götvaði Norma L. McCor­vey, þá 21 árs ein­stæð tveggja barna móðir, að hún væri þunguð af sínu þriðja barni. Hún vildi ekki eign­ast barnið enda buðu aðstæður henn­ar ekki upp á að hún gæti veitt barn­inu viðun­andi heim­ilisaðstæður og var henni ráðlagt af vin­um að gefa rang­an vitn­is­b­urð um að henni hefði verið nauðgað því á þess­um tíma var lög­legt að fara í fóst­ur­eyðingu í Texasríki ef kon­unni hafði verið nauðgað eða ef þung­un­in ógnaði lífi henn­ar.

McCor­vey ákvað að reyna þetta en áætl­un­in féll hins veg­ar um sjálfa sig þar sem ekki var um neina lög­reglu­skýrslu að ræða um að henni hefði verið nauðgað. Hún ákvað því að fara á lækna­stofu sem fram­kvæmdi ólög­leg­ar fóst­ur­eyðing­ar í Dalls í Texas en það rann einnig út í sand­inn þar sem lög­regla hafði lokað lækna­stof­unni.

Árið 1970 ákváðu tveir lög­menn, Linda Cof­fee og Sarah Wedd­ingt­on, að taka mál McCor­vey að sér og höfðuðu mál fyr­ir henn­ar hönd (und­ir dul­nefn­inu Jane Roe) fyr­ir héraðsdómi í Dallas gegn Texasríki. Auk Roe höfðaði lækn­ir­inn James Hall­ford mál en í máli þeirra kom fram gagn­rýni á lög rík­is­ins um að fóst­ur­eyðing­ar væru ólög­leg­ar nema þung­un­in væri til­kom­in vegna nauðgun­ar eða að þung­un­in gæti ógnað lífi móður. Töldu þau að lög­in væru ekki nægj­an­lega skýr og erfitt gæti verið að ákv­arða hvort viðkom­andi félli und­ir ákvæði lag­anna.

Málið endaði fyr­ir Hæsta­rétti eft­ir að héraðsdóm­ur dæmdi Roe í vil og byggði niður­stöðu sína á ní­undu grein banda­rísku stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Hæstirétt­ur úr­sk­urðaði (sjö gegn tveim­ur) 22. janú­ar 1973 að breyta ætti lög­um Texas en Henry Wade, sak­sókn­ari í Dallas, fór með málið fyr­ir hönd Texasrík­is. Niðurstaðan var því Roe (McCor­vey) í vil en ein­ung­is að hluta lækn­in­um í vil. Þann sama dag úr­sk­urðaði Hæst­rétt­ur jafn­framt að ríki gætu bannað fóst­ur­eyðing­ar á seinni hluta meðgöngu.

Undanfarin tvö ár hefur Trump ávarpað samkomuna í gegnum myndbúnað. Í fyrra sagðist hann hafa tilkynnt þingheimi að hann myndi ekki skrifa undir nein lög sem veiki rétt til lífs. 

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert