Andlát barnanna rannsakað sem sakamál

Börnin þrjú ásamt föður sínum, Andrew. Systkininin voru á aldrinum …
Börnin þrjú ásamt föður sínum, Andrew. Systkininin voru á aldrinum 3-9 ára. Ljósmynd/Írska lögreglan

Andlát þriggja írskra barna, sem fundust látin á heimili sínu í Dyflinni á föstudagskvöld, er rannsakað sem sakamál. 

Samkvæmt frétt Irish Times voru börnin þrjú, Conor, Darragh og Carla McGinley, níu, sjö og þriggja ára gömul systkini, úrskurðuð látin á vettvangi, en ekki liggur fyrir hve langt var síðan þau létust.

Móðir barnanna stóð örvingluð fyrir utan heimilið þegar lögregla kom á staðinn og var færð til aðhlynningar á sjúkrahús. Vonir standa til þess að hægt verði að ræða við móðurina í dag.

Faðir barnanna er ekki talinn hafa verið á heimilinu þegar andlát barnanna bar að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert