Hópferðum út fyrir landsteinana aflýst

Ferðatakmarkanir þessar eru settar til þess að reyna að stemma …
Ferðatakmarkanir þessar eru settar til þess að reyna að stemma stigu við útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu. AFP

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að takmarka ferðalög Kínverja til annarra landa. Frá og með mánudegi verða skipulagðar hópferðir bæði til og frá Kína bannaðar og sala á slíkum hópferðum stöðvuð tímabundið.

Ferðatakmarkanir þessar eru settar til þess að reyna að stemma stigu við útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem hefur dregið tugi til bana undanfarna daga.

Á annað þúsund hafa veikst af veirunni og hið minnsta fjörutíu látist. Þá hefur kórónaveiran greinst í fjölda Asíulanda, og í Ástralíu, Bandaríkjunum og Frakklandi.

New York Times

mbl.is