Johnson þrýstir á að Trump framselji Sacoolas

Harry Dunn var einungis 19 ára gamall þegar hann lést.
Harry Dunn var einungis 19 ára gamall þegar hann lést. Ljósmynd/Twitter

Í símtali við Donald Trump Bandaríkjaforseta á föstudag ítrekaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þörfina á því að kona sem grunuð er um að hafa valdið dauða 19 ára gamals drengs, yrði framseld til Bretlands.

Drengurinn hét Harry Dunn og lést hann eftir árekstur fyrir utan bandaríska herstöð 27. ágúst síðastliðinn. 

Hinn 42 ára gamla Anne Sacoolas var ákærð í desember fyrir að hafa valdið dauða drengsins með glæfraakstri. Hún yfirgaf Bretland og fór til Bandaríkjanna. Þar var fullyrt að hún hefði diplómatíska friðhelgi. Sacoolas er eiginkona leyniþjónustumanns. 

Málið hefur valdið alþjóðlegum deilum en Bandaríkin tilkynntu innanríkisráðuneytinu seint á fimmtudag að þau hefðu hafnað framsalsbeiðni Breta. Sú ákvörðun hefur verið fordæmd af stjórnmálamönnum og syrgjandi fjölskyldu Dunn.

Í áðurnefndu símtali vakti Johnson máls á máli Dunn og ræddi við Trump um nauðsyn þess að tryggja réttlæti fyrir fjölskyldu hans. 

mbl.is