Trump kynnti merki geimhersins

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gær merki hins nýja geimhers Bandaríkjahers (United States Space Force) sem varð til með lagasetningu í lok síðasta árs, eftir að forsetinn fól bandaríska varnarmálaráðuneytinu að stofna nýja deild innan hersins sem hefði það hlutverk að tryggja öryggi bandarískra eigna í geimnum.

Trump sagðist á Twitter ánægður með að kynna merkið, en geimherinn er sjötta deild Bandaríkjahers. Fyrir eru landher, flugher, landhelgisgæsla, flotinn og landgöngulið flotans.

Hér til vinstri má sjá nýja merkið sem Trump kynnti …
Hér til vinstri má sjá nýja merkið sem Trump kynnti í gær, en til hægri er merki forvera geimhersins, geimstjórnstöðvar bandaríska flughersins. AFP



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert