Andrés prins afar ósamvinnuþýður

Andrés prins hefur dregið sig í hlé frá öll­um op­in­ber­um …
Andrés prins hefur dregið sig í hlé frá öll­um op­in­ber­um skyldu­störf­um á veg­um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar um „fyr­ir­sjá­an­lega framtíð“ vegna tengsla sinna við Ep­stein. Hann lýsti því þó yfir að hann myndi aðstoða lög­reglu við rann­sókn sína „væri þess kraf­ist“. Saksóknari í máli Epstein segir Andrés afar ósamvinnuþýðan. AFP

Andrés prins, hertoginn af Jórvík, hefur verið afar ósamvinnuþýður við rannsókn á máli Jeffrey Epstein, að sögn Geoffrey Berman, saksóknara sem hefur yfirumsjón með rannsókninni.

Fjár­fest­ir­inn og barn­aníðing­ur­inn Jef­frey Ep­stein fyr­ir­fór sér í há­marks­ör­ygg­is­fang­elsi í New York á síðasta ári þar sem hann beið rétt­ar­halda vegna kyn­ferðis­brota, nauðgana og man­sals. Ep­stein er meðal annars sakaður um að hafa flutt stúlk­ur allt niður í 12 ára til einka­eyj­ar sinn­ar í Karíbahafi allt frá ár­inu 2001. 

Andrés og Epstein var vel til vina og ræddi hann tengslin í viðtali hjá BBC í nóvember þar sem frammistaða hans sætti mik­illi gagn­rýni. Andrés neitaði því í viðtal­inu að hafa haft kyn­mök við ung­lings­stúlku á árum áður, en kon­an, Virginia Roberts, hef­ur sjálf sagt að Ep­stein hafi fyr­ir­skipað henni að hafa mök við prins­inn er hún var 17 ára göm­ul. 

Andrés hefur greint frá því að hann hafi ekki tekið eftir neinu grunsamlegu eða einkennilegri hegðun Epstein í heimsóknum til hans á árum áður. 

„Andrés prins hefur hingað til ekki sýnt neinn samstarfsvilja,“ sagði Berman á blaðamannafundi fyrir framan heimili Epstein í New York í dag. 

Í nóvember dró Andrés sig í hlé frá öll­um op­in­ber­um skyldu­störf­um á veg­um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar um „fyr­ir­sjá­an­lega framtíð“ vegna tengsla sinna við Ep­stein. Þá lýsti prins­inn því enn frem­ur yfir að hann myndi aðstoða lög­reglu við rann­sókn sína „væri þess kraf­ist“.

„Andrés prins hefur hingað til ekki sýnt neinn samstarfsvilja,“ sagði …
„Andrés prins hefur hingað til ekki sýnt neinn samstarfsvilja,“ sagði Geoffrey Berman, saksóknari í máli Jeffrey Epstein, á blaðamannafundi fyrir framan heimili Epstein í New York í dag. AFP

Það hefur hins vegar ekki verið raunin og lögmaður fimm kvenna, sem full­yrða að þær séu fórn­ar­lömb man­sals á veg­um Ep­stein, seg­ir að verið sé að und­ir­búa stefn­ur í mál­inu til að fá Andrés prins til að bera vitni.

Berman var spurður um gang rannsóknarinnar og sagði hann vera til skoðunar hvort Epstein hafi átt mögulega samverkamenn sem sigtuðu út konur sem Epstein nálgaðist síðar í kynferðislegum tilgangi. 

„Jeffrey Epstein hefði ekki tekist ætlunarverk sitt án aðstoðar annarra og ég get fullvissað ykkur um að rannsókninni miðar áfram,“ sagði Berman.

mbl.is