Borgarstjóri Kobe minnist Kobe Bryant

Aðdáendur Bryant fyrir utan körfuboltahöllina Staples Center í Los Angeles.
Aðdáendur Bryant fyrir utan körfuboltahöllina Staples Center í Los Angeles. AFP

Kizo Hisamoto, borgarstjóri japönsku borgarinnar Kobe, segir að körfuboltastjarnan Kobe Bryant hafi skipað „sérstakan sess“ í hjörtum borgarbúa.

„Borgin okkar var svo heppin að eiga samleið með Kobe Bryant en faðir hans nefndi hann í höfuðið á borginni vegna ástar hans á Kobe-nautakjöti,“ skrifaði hann, að því er kemur fram á CNN en Bryant var á meðal þeirra sem fórust í þyrluslysi í gær.

„Vegna þessara tengsla hans við borgina heimsótti Bryant borgarstjórnarskrifstofuna árið 1998 og lét fé af hendi rakna til góðgerðarmála. Á árunum 2001 til 2011 var hann sendiherra borgarinnar og sagði heiminum frá okkur.

Kobe var alþjóðleg ofurstjarna sem skipaði einnig sérstakan sess í hjörtum íbúa Kobe-borgar.

Við viljum enn og aftur lýsa yfir þakklæti okkar vegna stuðningsins sem Kobe Bryant veitti borginni og einnig votta samúð okkar.“

Kobe Bryant fer fram hjá Gerald Wallace í NBA-leik árið …
Kobe Bryant fer fram hjá Gerald Wallace í NBA-leik árið 2013. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert