Fyrsta dauðsfallið staðfest í Peking

AFP

Fyrsta dauðsfallið af völdum kórónaveirunnar hefur nú verið staðfest í Peking, höfuðborg Kína, en um 2.700 manns hafa smitast á heimsvísu og yfir 80 látið lífið. AFP-fréttastofan greinir frá.

Sá sem lést var fimmtugur karlmaður sem hafði heimsótt Wuhan-borg, þar sem upptök veirunnar eru talin vera, þann 8. janúar. Hann veiktist svo eftir að hann sneri aftur til Peking sjö dögum síðar og lést í dag vegna öndunarfærabilunar, að því er kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisyfirvöld í Kína sendu frá sér í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert