Hundruð starfsmanna Amazon gagnrýndu fyrirtækið

Meira en þrjú hundruð starfsmenn gagnrýndu stefnu fyrirtækisins.
Meira en þrjú hundruð starfsmenn gagnrýndu stefnu fyrirtækisins. AFP

Hundruð starfsmanna Amazon gagnrýndu afstöðu fyrirtækisins í umhverfismálum opinberlega í gær og brutu um leið gegn samfélagsstefnu þess.

Meira er þrjú hundruð manns undirrituðu áskorun samtaka starfsmanna Amazon sem berjast fyrir réttlæti í loftslagsmálum (AECJ). Þar er þess krafist að fyrirtækið gangi lengra í að draga úr áhrifum starfseminnar á loftslagið en fyrirtækið tilkynnti um þessa umhverfisstefnu sína í september síðastliðnum.

Liðsmenn samtakanna hafa áður gagnrýnt fyrirtækið opinberlega og sumum hefur verið hótað uppsögnum.

„Mótmælin eru þau stærstu á meðal nokkurra starfsmanna síðan Amazon byrjaði að hóta því að reka starfsmenn fyrir að tala opinberlega um þátt Amazon í loftslagsvánni,“ sagði AECJ.

„Sem starfsmenn Amazon berum við ekki bara ábyrgð á góðu gengi fyrirtækisins en einnig áhrifunum á það. Það er siðferðisleg skylda okkar að láta í okkur heyra og breytingarnar á samfélagsstefnunni koma í veg fyrir að við getum sýnt þá ábyrgð í verki,“ sagði Sarah Tracy, einn af starfsmönnunum.

Undir lok ársins 2018 voru tæplega 650 þúsund manns fastráðnir hjá Amazon. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir kolefnisfótspor sitt vegna þeirra miklu orku sem netþjónar þess þurfa til reksturs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert