Íslendingar sagðir vera í einangrun á Spáni

Parið hafði verið á ferðalagi í Wuhan í Kína áður …
Parið hafði verið á ferðalagi í Wuhan í Kína áður en það kom til Spánar en uppruna lungnasýkingarinnar má rekja þangað. AFP

Íslenskt par hefur verið lagt inn á sjúkrahús í Torrevieja á Spáni en grunur leikur á því að annað þeirra sé sýkt af kórónaveirunni, að því er fram kemur í spænska fjölmiðlinum Cadenaser í kvöld.

Þar segir að parið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hafi verið í fríi á Alicante þegar annað þeirra fékk hita og kvef.

Leitað var á heilsugæsluna í Alicante vegna þess og málið sett í ferli þegar í ljós kom að þau höfðu verið í Wuhan í Kína áður en þau komu til Spánar.

Þau hafa verið flutt í einangrun á sjúkrahús í Torrevieja og sýni úr þeim sent til Madrídar, að því er segir í frétt spænska miðilsins sem ekki hefur fengist staðfest.

Frétt Cadenaser.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert