Michelle Obama hlaut Grammy

Michelle Obama.
Michelle Obama. AFP

Lögfræðingurinn og fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, er ein þeirra fjölmörgu sem nældu sér í Grammy-verðlaun í gærkvöldi en endurminningar hennar, Becoming, voru valdar besta hljóðbók ársins. 

Þetta þýðir að Grammy-styttur Obama-fjölskyldunnar eru orðnar þrjár talsins því eiginmaður hennar, Barack Obama, hefur í tvígang unnið í sama flokki.

Meðal þeirra sem kepptu við Michelle Obama um verðlaunin í ár eru Michael Diamond og Adam Horovitz úr hljómsveitinni Beastie Boys fyrir hljóðbókina Beastie Boys Book og John Waters.

Bók Obama var gefin út á Íslandi í fyrra og nefnist Verðandi. Katrín Harðardóttir íslenskaði bókina og Salka gaf út. Í bókinni segir Michelle Obama frá uppvexti sínum og mótunarárum, kynnum sínum af Barack og tímanum í Hvíta húsinu, en samtímis dvölinni þar vann hún að samfélags- og góðgerðarmálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert