Eyddi handriti að bók með Bryant

AFP

Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho hefur eytt uppkasti barnabókar sem hann vann að með Kobe Bryant. Hann segir að án framlags körfuknattleiksmannsins hafi bókin glatað tilgangi sínum.

AFP

Coelho, sem er meðal annars höfundur Al­kem­ist­ans og Ellefu mínútna, greindi frá því í gær að þeir hefðu unnið saman að bók en Bryant var mikill aðdáandi bókar Coelho, Al­kem­istans.

„Þú varst meira en frábær leikmaður kæri Kobe Bryant. Ég lærði mikið af samskiptum við okkar,“ segir Coelho. „Mun eyða handritinu núna því þessi bók hefur glatað tilgangi sínum.“

Kobe Bryant hafði samband við Coelho í ágúst og lagði til að þeir skrifuðu bók saman. „Hvenær sem er,“ var svar Coelho. Fjöldi aðdáenda þeirra hafa lagt hart að honum að ljúka bókinni í virðingarskyni við Bryant sem lést í þyrluslysi á sunnudag ásamt dóttur sinni. 

Paulo Coelho.
Paulo Coelho.

Bryant vildi að bókin yrði hvatning til barna sem ekki búa við góðar aðstæður og að þau hefðu möguleika á að skora mótlætið á hólm með þátttöku í íþróttum. Bryant starfaði með rithöfundum að útgáfu barnabóka í gegnum fyrirtæki sitt Granity Studios, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.

mbl.is