Kröftugur jarðskjálfti í Karíbahafinu

Skjálftinn varð 125 kílómetra norðvestur af Lucea í Jamaíku.
Skjálftinn varð 125 kílómetra norðvestur af Lucea í Jamaíku. Ljósmynd/Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna

Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 varð í Karíbahafinu, norðvestan við Jamaíka, um klukkan 19:10 að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út.

Skjálftinn fannst vel í Havana, höfuðborg Kúbu þar sem fjöldi bygginga var rýmdur í kjölfar jarðskjálftans. Engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni. 

Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna varð skjálftinn á tíu kílómetra dýpi 125 kílómetra norðvestur af Jamaíka.

Þarlendir fjölmiðlar greina frá því að skjálftinn hafi einnig fundist í Guantanamo og Santiago de Cuba og Cienfuegos á Kúbu.  

Uppfært klukkan 22:04: 

Flóðbylgjuviðvörun í kjölfar skjálftans hefur verið afturkölluð. 

mbl.is