21 látinn eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi

Frá leitinni að líkum þeirra sem fórust í eldgosinu í …
Frá leitinni að líkum þeirra sem fórust í eldgosinu í síðasta mánuði. AFP

Alls er 21 látinn eftir að eldfjall á Hvítueyju á Nýja-Sjálandi gaus í desember.

Manneskjan sem lést hafði legið á sjúkrahúsi í borginni Auckland á Nýja-Sjálandi, að sögn lögreglumannsins Johns Tims.

Nítján fórnarlambanna létust á Nýja-Sjálandi og tvö í Ástralíu.

Lík tveggja sem hafa verið úrskurðuð látin eru ófundin.

Alls voru 47 manns, aðallega ástralskir ferðamenn, á eyjunni þegar eldfjallið tók að gjósa hinn 9. desember.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert