3.711 í sóttkví á einu bretti

Skemmtiferðaskipið Diamond Princess er í sóttkví í Japan.
Skemmtiferðaskipið Diamond Princess er í sóttkví í Japan. AFP

Japönsk yfirvöld hafa sett skemmtiferðaskip í sóttkví í Yokohama-flóa eftir að einstaklingur, sem hafði verið um borð í skipinu greindist með kórónuveiruna í Hong Kong. Alls eru 3.711 um borð í skipinu, Diamond Princess.

Átta þeirra sem eru um borð eru með sjúkdómseinkenni en unnið er að því að rannsaka hvort þeir séu smitaðir af veirunni. Allir um borð, 2.666 farþegar og 1.045 manna áhöfn verða skimaðir. 

Áttræður farþegi sem fór frá borði í Hong Kong 25. janúar greindist smitaður af kórónuveirunni. Í tilkynningu frá útgerð skemmtiferðaskipsins, Carnival Japan, leitaði maðurinn ekki til læknis á meðan hann var um borð í skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur er líðan hans stöðug og enginn úr fjölskyldu hans, sem var með honum á ferðalaginu, reyndist smitaður. 

Kona sem sjónvarpsstöðin TSB ræddi við segir að öllum um borð hafi verið sagt að halda sig í káetum sínum og bíða niðurstöðu rannsóknarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert