560 látnir af völdum veirunnar

Vísindamenn í Hubei að störfum.
Vísindamenn í Hubei að störfum. AFP

Staðfest dauðsföll af völdum kínversku kórónuveirunnar eru orðin að minnsta kosti 560.

Yfirvöld í héraðinu Hubei, þar sem veiran hefur verið skæðust, greindu frá því í kvöld að 70 til viðbótar hefðu látist.

Einnig staðfestu þau að 2.987 manns til viðbótar hefðu smitast af veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert