Hafnaði utan flugbrautar og brotnaði í tvennt

Samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi lést enginn í slysinu en ekki …
Samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi lést enginn í slysinu en ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir. AFP

Flugvél með 177 farþega um borð lenti í vandkvæðum við lendingu á Sabiha Gokcen-flugvellinum í Istanbúl í Tyrklandi og hafnaði utan flugbrautar með þeim afleiðingum að flugvélin brotnaði í tvennt.

Samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi lést enginn í slysinu en ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir. Jafnvel er talið að einhverjir sitji fastir í flugvélinni. Eldur kviknaði um borð en var fljótlega slökktur.

Vont veður er í Istanbúl og á myndskeiði af slysinu má sjá farþega klifra út um stóra sprungu í flugvélinni og komast til jarðar með því að klifra niður væng flugvélarinnar.

Um var að ræða flugvél tyrkneska lággjaldaflugfélagsins Pegasus Airlines, sem var að koma frá borginni Izmir.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert