Trump sýknaður í öldungadeildinni

Bandaríska þinghúsið þar sem atkvæðagreiðslan fer fram.
Bandaríska þinghúsið þar sem atkvæðagreiðslan fer fram. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið sýknaður í öldungadeildinni af fyrri ákærulið um embættisbrot. 

Meira en 34 öldungadeildarþingmenn hafa greitt atkvæði gegn því að forsetinn verði sakfelldur fyrir misbeitingu valds.

Forsetinn hefur einnig verið sýknaður af síðari ákæruliðnum um að hindra störf þingsins. 

Í fyrri ákæruliðnum greiddu 52 þingmenn repúblikana atkvæði með sýknun Trump á meðan allir 47 demókratarnir greiddu atkvæði gegn sýknun, ásamt Mitt Romney sem er repúblikani. 

Í seinni ákæruliðnum voru 53 þingmenn hliðhollir Trump en 47 greiddu atkvæði gegn sýknun.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert