Fleiri hafa látist úr kórónuveiru en SARS

yfir 34 þúsund hafa smitast af kórónuveirunni.
yfir 34 þúsund hafa smitast af kórónuveirunni. AFP

Alls hafa 717 látist úr kórónuveirunni og hafa nú fleiri látist af völdum hennar en SARS-faraldursins sem herjaði á Kína og Hong Kong á árunum 2002 til 2003. Alls létust 650 manns vegna SARS-veirunnar á því ári sem hún gekk yfir, en hún var af sama stofni og kórónuveiran. AFP-fréttastofan greinir frá.

Heilbrigðisyfirvöld í Kína tilkynntu í dag um 81 dauðsfall í Hubei-héraði, þar sem veiran á upptök sín, og um 2.841 nýtt smit. Það þýðir að yfir 34 þúsund hafa smitast af veirunni í Kína.

Kínverjum hefur ekki gengið sem skyldi að hefta útbreiðslu veirunnar þrátt fyrir að um 56 milljónir séu nú lokaðar inni í einangrun í borgum í Hubei-héraði og víðar. Í þessum borgum mega íbúar varla yfirgefa heimili sín nema ströngum skilyrðum háð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert