Fimm Bretar í Frakklandi smitaðir af kórónuveirunni

Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, til vinstri.
Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, til vinstri. AFP

Fimm Bretar, þar af eitt barn, hafa greinst með kórónuveiruna í Frakklandi. Þau sýna ekki alvarleg einkenni. Þau dvöldu öll á sama skíðasvæði í frönsku ölpunum. Alls hafa 11 smit verið staðfesti í Frakklandi, frá þessu greindi Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, fyrir hádegi í dag. 

Smitberinn er breskur og kom á skíðasvæðið í Contamines-Montjoie í Frakklandi frá Singapore í Suðaustur-Asíu. Þessi einstaklingur dvelur nú í Bretlandi og greindist þar eftir komuna til Bretlands. 

Smitaðist á ráðstefnu á Singapore

Unnið er að því að finna út úr því hverjir komust í snertingu við manninn í frönsku ölpunum og einnig aðra sem voru með honum á ráðstefnu í Singapore. Bretinn dvaldi á hóteli og tók þátt í ráðstefnu ásamt 94 frá ýmsum þjóðlöndum. Fleiri hafa greinst með kórónuveiru bæði í Suður-Kóreu og í Malsíu sem voru á fyrrgreindri ráðstefnu. 

Í Singapor var hættustig hækkað vegna kórónuveirunnar i gær upp í appelsínugult. Fólk hamstraði mat í verslunum og birgði sig upp af hrísgrjónum, núðlum og klósettpappír. Alls hafa 33 manns greinst með veiruna þar í landi. 

Hillurnar tæmdust í verslunum í Singapore.
Hillurnar tæmdust í verslunum í Singapore. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert