Fjöldamorðingi á samfélagsmiðlum

Af Facebook-síðu Jakrapanth Thomma.
Af Facebook-síðu Jakrapanth Thomma. AFP

Taílenskur hermaður er búinn að drepa tuttugu hið minnsta og ekki hefur tekist að stöðva blóðbaðið enn þá að sögn lögreglu í borginni Nakhon Ratchasima. Hann hefur birt myndir og myndskeið á samfélagsmiðlum á meðan árásinni stendur. 

Maðurinn, Jakraphanth Thomma, drap yfirmann sinn í hernum áður en hann stal vopnum í herstöðinni sem hann starfar á. Þaðan ók hann í miðborgina og  fór þar inn í verslunarkjarna þar sem talið er að hann feli sig enn.

AFP

Auk þess að skjóta yfirmann sinn til bana drap hann einnig konu og karl í herstöðinni. Þegar hann ók frá herstöðinni að Terminal 21 verslunarmiðstöðinni skaut hann á fólk á nokkrum stöðum á leiðinni og hafa taílenskir fjölmiðlar birt myndir af því þar sem hann sést fara út úr bílnum og skjóta á fólk sem fyrir honum varð. 

Myndir úr öryggismyndavélum verslunarmiðstöðvarinnar hafa sýnt hann á ferðinni þar inni vopnaður riffli. Eins logar eldur í byggingunni og er talið að gaskútur hafi sprungið þegar hann skaut á hann. 

Samkvæmt frétt Bangkok Post hefur maðurinn, sem er 32 ára gamall, tekið fólk í gíslingu. Enn heyrast skothvellir frá verslunarmiðstöðinni. 

Hann hefur birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum á meðan árásinni stendur, þar á meðal spurði hann fylgjendur sína á Facebook hvort hann hætti að gefa sig fram við lögreglu. Facebook hefur nú lokað síðunni. 

Frétt BBC

Úr myndskeiði sem Jakrapanth Thomma birti á Facebook.
Úr myndskeiði sem Jakrapanth Thomma birti á Facebook. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert