Trump rak tvo sem báru vitni gegn honum

Gordon Sondland, sendihera Banda­ríkj­anna hjá Evr­ópu­sam­band­inu, og Alexander Vindman, ofursti …
Gordon Sondland, sendihera Banda­ríkj­anna hjá Evr­ópu­sam­band­inu, og Alexander Vindman, ofursti í her Bandaríkjanna. Samsett mynd

Donald Trump forseti Bandaríkjanna rak tvo opinbera starfsmenn sem vitnuðu gegn honum í rannsókn fyrir embætt­is­brot í öld­unga­deild þings­ins. Annar þeirra er Alexander Vindman, ofursti í her Bandaríkjanna, og hinn er  Gordon Sondland, sendiherra Banda­ríkj­anna hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Eftir að Trump var sýknaður af meintum brotum er hann sagður ætla að taka til í starfsmannahaldi.

Vindman var vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag.

Í tilkynningu frá lögmanni Sondland kemur fram að forsetinn hafi kallað hann heim þegar í stað úr starfi sínum sem sendiherra. „Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem Trump gaf mér í að þjóna landinu,“ er haft meðal annars eftir Sondland. Hann þakkar enn fremur Mike Pompeo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, fyrir stuðninginn. 

mbl.is