Stormurinn Ciara orðið sex að bana

Að minnsta kosti sex hafa látið lífið af völdum stormsins Ciara sem gekk á land á Bretlandseyjum í fyrradag og fikrar sig nú austar í Evrópu. 

Kona og tvær dætur hennar létu lífið þegar þak rifnaði af skíðaleigu. Faðir stúlknanna slasaðist. 

Tveir létust í bílum sínum, einn í Þýskalandi og annar í Slóveníu og þá lést maður þegar bát hans hvolfdi í Svíþjóð í óveðrinu. 

Vindhraði á ítölsku eyjunni Korsíku mældist 61 metri á sekúndu í gærkvöldi. Úrkoma hefur einnig verið mikil á eyjunni og flóð geisa víða á meginlandinu. 

Samgöngutruflanir hafa verið í Belgíu, Þýskalandi, Lúxemborg og Hollandi og skólum hefur verið lokað. Eyrarsundsbrúnni milli Danmerkur og Svíþjóðar var einnig lokað um tíma í gær. 

Rafmagnslaust er víða í álfunni og töluvert eignatjón hefur orðið, meðal annars þegar byggingakrani féll á dómkirkjuna í Frankfurt og skemmdi þak kirkjunnar.

Frétt BBC

Byggingakrani féll á dómkirkjuna í Frankfurt í storminum og skemmdi …
Byggingakrani féll á dómkirkjuna í Frankfurt í storminum og skemmdi þak kirkjunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert