Ritaði hinstu kveðju til læknisins í snjóinn

„Verstu sæll Li Wenliang!“ er ritað í snjóinn við Tonghui-ána …
„Verstu sæll Li Wenliang!“ er ritað í snjóinn við Tonghui-ána í Peking. Skjáskot/BBC

Fáir eru á ferli á köldum febrúarmorgni í Peking en ef vel er að gáð má sjá eina manneskju rita í snjóinn nokkur kínversk tákn í annars óaðlaðandi steyptan flöt við ána Tonghui. 

Skilaboðin eru til læknis sem lést úr COVID-19, sem fyrstur varaði kollega sína við veirunni. „Vertu sæll Li Wenliang!“ stendur í snjónum. Sá sem ritaði skilaboðin notaði eigin líkama til að gera upphrópunarmerkið í lok skilaboðanna. 

Hér má sjá hvernig sá sem ritar skilaboðin myndar upphrópunarmerkið …
Hér má sjá hvernig sá sem ritar skilaboðin myndar upphrópunarmerkið með eigin líkama. Skjáskot/Weibo

Kínverjar eru ævareiðir vegna andláts Li og hafa lýst sorg sinni á samfélagsmiðlinum Weibo. Li sendi sam­starfs­fé­lög­um sín­um skila­boð í lok des­em­ber þar sem hann varaði þá við nýj­um sjúk­dómi sem líkt­ist SARS-veirunni, ban­vænni kór­ónu­veiru sem dró hundruð til bana á ár­un­um 2002 til 2003. Fimm vikum síðar var hann látinn úr COVID-19. 

Sorg Kínverja breyttist fljótt í reiði gagnvart stjórnvöldum, ekki síst fyrir að takmarka tjáningarfrelsi borgara sinna. Li hefur verið hylltur fyrir að tala opinberlega um veikindi sín, þvert á tilmæli stjórnvalda. Eftir að Li tjáði sig fyrst um veiruna var hann heimsóttur af lögreglu og vin­sam­leg­ast beðinn um að hætta að fara með rang­ar staðreynd­ir og sætti rann­sókn fyr­ir að koma af stað kjafta­sög­um. 

Fjölmargir hafa minnst læknisins Li Wenliang fyrir utan spítalann sem …
Fjölmargir hafa minnst læknisins Li Wenliang fyrir utan spítalann sem hann starfaði á í Wuhan, en hann lést úr COVID-19 sjöunda febrúar. AFP

„Kjaftasögurnar“ sem Li átti að hafa verið að koma af stað hafa nú leitt til dauða yfir 1.100 manns og þeim fer fjölgandi sem látast af völdum COVID-19 daglega. Veiran á upptök sín í kínversku borginni Wuhan og þar er dánartíðnin er langhæst.

Tveir hafa látist utan Kína, einn í Hong Kong og annar á Filippseyjum. COVID-19-veiran hefur greinst í 28 ríkjum. Yfir 45.000 hafa smitast en 5.000 hafa náð sér að fullu eftir að hafa greinst með veiruna.

Frétt BBC

mbl.is

Kórónuveiran

3. apríl 2020 kl. 13:17
1364
hafa
smitast
309
hafa
náð sér
44
liggja á
spítala
4
eru
látnir