Smollett ákærður fyrir lygar

Jussie Smollett.
Jussie Smollett. AFP

Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur verið ákærður af saksóknara í Ilinois fyrir að hafa logið að lögreglu. Ákæran er í sex liðum.

Smoll­ett, sem lék í þáttaröðinni Empire, varð fyr­ir árás í byrj­un síðasta árs, sem virt­ist vera vegna kynþátt­ar og kyn­hneigðar hans. Hann var síðar hand­tek­inn fyr­ir að hafa skipu­lagt árás­ina. Hann hefur alltaf neitað sök. 

Frétt BBC

Í janúar í fyrra greindi lögreglan í Chicago frá því að hún væri að rannsaka árás á Smollett og svo virtist sem tveir grímuklæddir menn hefðu ráðist á hann vegna litarháttar og kynhneigðar leikarans. Hann hafi verið sleginn í andlitið, óþekktu efni hellt yfir hann og reipi sett um háls hans.

mbl.is