Ruddust inn í dómshús og frelsuðu glæpaforingja

Herlögreglan heldur á líki eins þeirra sem féll í árásinni.
Herlögreglan heldur á líki eins þeirra sem féll í árásinni. AFP

Þungvopnaðir menn í herklæðnaði og lögreglubúningum ruddust inn í dómshús í norðvesturhluta Hondúras og frelsuðu úr haldi leiðtoga glæpagengisins MS-13.

Alexander Mendoza, þekktur sem „El Porky“, var nýkominn inn í dómshúsið í El Progreso vegna réttarhalda og var hann í fylgd lögreglumanna þegar árásin var gerð.

Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn létust í árásinni og þrír særðust, að sögn BBC. MS-13 er eitt ofbeldisfyllsta glæpagengi Mið-Ameríku.

Dómshúsið þar sem árásin átti sér stað.
Dómshúsið þar sem árásin átti sér stað. AFP

Forseti Hondúras, Juan Orlando Hernández, býður um tíu milljónir króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til þess að Mendoza finnist á nýjan leik.

Að sögn lögreglunnar tóku um 20 manns þátt í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert