Þingmenn mögulega smitaðir af COVID-19

Bresku þingmennirnir Alex Sobel og Lilian Greenwood hafa aflýst öllum …
Bresku þingmennirnir Alex Sobel og Lilian Greenwood hafa aflýst öllum sínum viðburðum sem áætlaðir voru fram á næsta fimmtudag þar sem þau gætu mögulega verið smituð af kórónuveirunni. Ljósmynd/Samsett

Tveir þinmenn breska Verkamannaflokksins Alex Sobel og Lilian Greenwood hafa aflýst öllum sínum viðburðum sem áætlaðir voru fram á næsta fimmtudag þar sem þau gætu mögulega verið smituð af kórónuveirunni, COVID-19.

Greenwood og Sobel voru viðstödd ráðstefnu í London 6. febrúar þar sem smitaður einstaklingur var á meðal viðstaddra. Sobel segir að líkurnar á að hann hafi smitast af veirunni séu sáralitlar en hann vilji grípa til ítrustu varúðarráðstafana. Um 250 manns voru á ráðstefnunni. 

Níu hafa greinst með kórónuveiruna í Bretlandi þar sem af er. mbl.is